Taktu þátt og settu saman þitt meistarastykki
15.–19. febrúar

Einfalt að taka þátt
Hér geturðu sett saman þína pizzu, nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana. Í boði eru botnarnir okkar, hefðbundnar og nýjar áleggstegundir, ostar, krydd og sósur.

Síðan skírirðu hana smellnu og skemmtilegu nafni og sendir inn. Láttu smekk og hugmyndaflug ráða för!

Kosning á Facebook
Dómnefnd velur svo fimm pizzur sem fara í úrslit og í kjölfarið geta allir tekið þátt í kosningu á Facebook-síðu Domino’s um Óskapizzu þjóðarinnar dagana 22.–24. febrúar.

Glæsileg verðlaun
Höfundar úrslitatillagnanna fimm fá ársbirgðir af pizzum og sá sem stendur uppi sem sigurvegari og höfundur Óskapizzu þjóðarinnar vinnur einnig flug til Evrópu með WOW air. Óskapizza þjóðarinnar fer svo inn á matseðil Domino’s.

Óskapizza þjóðarinnar